30.11.2011 | 10:24
Með sorg í hjarta og sturluð líka.
Ég byrjaði að vinna á leikskóla fyrir 30 árum síðan, fyrst sem ófaglærður starfsmaður eða starfsstúlka eins og það hét þá en síðan sem leikskólakennari en ég útskrifaðist árið 2000. Mér finnst starfið skemmtilegt, áhugavert og gefandi. Börnin alveg yndisleg en þetta er ekki bara Hallelúja dæmi. Álagið getur oft verið gríðarlegt, áreiti og hávaði sem fylgir eðlilega börnum en manneklan er þó það erfiðast við starfið. Við getum ekki sett börnin upp í hillu og tekið þau niður aftur þegar allir hafa skila sér í vinnu, eftir veikindi eða að búið sé að ráða í stöður sem hefur vantað í. Ég hef starfað sem Sérkennslustjóri síðastliðin ár og horft upp á það að aðstoðaleikskólastjóri og leikskólastjóri hafa verið í afleysingum á deildum eða eldhúsi eins og ég sjálf, einnig annað starfsfólk sem sinnir sérkennslu, alltaf verið að redda hlutunum. Á meðan erum við að vanrækja okkar störf og það skapar oft slæma líðan ef okkur finnst við ekki ná að sinna vinnunni okkar eins vel og við vildum. Ég veit ekki betur en það sé bannað að taka starfsfólk úr stuðningnum en samt er það gert. Hvað með börnin sem þurfa þennan stuðnin er rétt að manneklan bitni á þeim? og það er ekki eins og starfsmaðurinn sem sinnir þeim sé ekki í vinnu. Nei hann er að redda málunum að því að það vantar fólk í húsið, redda, redda, redda, ég er búin að fá upp í kok á þessum reddingum.Ég heyrði að Reykjavíkurborg væri að fara að minna stuðningtímana við börn með þroskaraskanir, frábær forgansröðun hjá þeim eða hvað? Var ekki talað um að láta ekki kreppuna bitna á börnunum, læra af mistökum finna í þeirra kreppu. Starfsfólk leikskólanna vill bara fá að sinna sínum störfum í friði án þess að vera hent til og frá eða vinna með allt of stóran barnahóp á miðað við starfsmannafjölda. Kannski er þetta þjóðfélag orðið þannig að fólki er sama þó slæmt ástand lendi með mesta þunganum á þeim sem minnst mega sín.
Miðað við menntunina mætti ætla að það hafi nú aldeilis borgað sig fyrir mig að fara í nám á gamals aldri en ekki er það svo gott. Ég verð meira að segja að viðurkenna, að einu sinni sagði ég starfi mínu lausu og ég var ekki eini leikskólakennarinn sem gerði það á þessum tíma. Það eru nú ekki mörg ár síðan þetta var en mér var verulega misboðið. Ég upplifði þá að menntun mín væri einskins metin. Ég var einstæð móðir með tvo drengi þegar ég menntaði mig og eyddi kvöldum og helgum í 3 ár til að læra svo ég gæti orðið leikskólakennari og safnaði upp feitu námsláni. Á þessum tíma var ég að upplifa það að ófaglærður deildastjóri væri með hærri laun en ég (ekki það að hann hafi verið með of há laun). Gat þetta verið? Ég átti eftir að borga af námslánunum mínum og þegar það var búið að því var ég orðin tekjulægri en sá ófaglærði. Nei stopp hingað og ekki lengra, nú hætti ég en það kom þó ekki til þess því Reykjavíkurborg vildi ekki missa þessa góðu starfskrafta og bauð smá auka greiðslu fram að næstu samningum og var það nóg til að halda okkur góðum. Í kjarasamningum leikskólakennara er gert ráð fyrir undirbúningstímum en þar á leikskólakennarinn að skipuleggja starfið. Í gegnum árana rás hefur þessi réttur verið brotið aftur og aftur á mörgum leikskólum og afar margir leikskólastjórar verið á milli steins og sleggju í þessu máli. Oft hefur það verið spurnig um að senda börn heim og gefa þá leikskólakennaranum tækifæri að taka sinn lögbundna undirbúningtíma eða að brjóta á rétti leikskólakennarans. Auðvitað er erfitt að senda börn heim þar sem foreldrar eru jú flestir að vinna úti og það á líka við þegar manneklan er það mikil að of fátt fólk er með barnahópinn. Leikskólakennarar hafa alltaf verið tilbúnar að sætta sig við ýmislegt, allt til að REDDA HLUTUNUM og alltaf hugsaði ég, þetta fer að lagast. Ég fór á fyrirlestur hjá Menntasviði eða var það kannski Leikskólasviði eða Leikskóla Reykjavíkur, það er nú ein vitleysan í viðbót og ekki er skýringin kennitöluflakk. Jæja nóg um það þessi fyrirlestur hét ,,Framtíðarsýn árið 2000" að mig minnir og allt átti að vera svo fínt og flott en því miður varð raunin önnur. Ástandið er orðið mun erfiðara og hef ég miklar áhyggjur af stöðu leikskólans og þeirri þróun sem hefur verið í aðsókn í leikskólakennaranám. Erum við tilbúin til þess að hlutfall fagfólks lækki mikið meira á komandi árum og áratugum? En það stefnir allt í það að óbreyttu. Í góðærinu höfðu mörg fyrirtæki það gott en ekki leikskólarnir því oft var erfitt að fá fólk til starfa og álagið því oft ansi mikið. Var þá hugsað vel um okkur? Ekki get ég sagt það, auðvitað gerðu leikskólastjórar allt sem þeir gátu en það var bara takmarkað. Við höfum kannski fengið fallegar jólagjafir frá fyritækinu s.s Reykjavíkurborg? Nei ekki var það svo gott en starfsmenn OKRUVEITUNNAR FENGU MJÖG RÍFLEGAR OG FLOTTAR JÓLAGJAFIR OG MEIRA SEGJA LÍKA PIPARKÖKUR MEÐ MERKI ORKUVEITUNNAR Á, ekki vantaði bruðlið þar. En hvaða vanþakklæti er þetta við fengum tvo kassa af konfekti fyrir 30 manna starfslið, ekki má gleyma því og það ber að þakka því lengi vel fengum við helmingi minna eða bara einn kassa. Þetta hafa örugglega verið 2 molar á mann :) Í dag árið 2011 er ég virkilega sorgmædd því ég hef séð á eftir frábærum leikskólakennurum, sem var sagt upp þegar leikskólarnir voru sameinaðir. Var það ekki gert til að verja neysluhléið, mér finnst að ég hafi heyrt það frá þeim í Ráðhúsinu? allt átti að gera til að verja það. En núna nokkrum mánuðum síðar á að taka það af en bara af leikskólakennurum (takið eftir því). Ætli það sé löglegt? Það á eftir að koma í ljós en nú gæti sú staða komið aftur upp að ófaglærður deildastjóri fari yfir þann menntaða þó svo að báðir vinni sömu vinnuna. Hvernig tilfinning verður það fyrir leikskólakennara að vera að gefa börnunum að borða og horfa á undirmenn sína og vita að þeir eru að fá eftirvinnuna sem búið er að taka af leikskólakennaranum:( Nú vitum við leikskólakennarar hverju búast má við af þessu fólki í Ráðhúsinu. Þrengja nógu mikið að starfsfólki leikskólanna og leikskólunum sjálfum svo að erfiðara verði að halda uppi faglegu starfi. Færri og færri sækja í þetta nám og ég upplifi sáralitla virðingu fyrir þessu starfi hjá ráðamönnum. Æ fleiri leiksólakennarar eru farnir að hugsa hvort þeir eigi að leita á önnur mið. Ég get sagt ykkur dæmi af einni sem ég þekki sem var búin að vinna í 10 til 15 ár á leikskóla hjá Reykjavíkurborg og á endanum gat hún ekki meir. Hún var búin að vinna undir hrikalegu álagi vegna langvarandi manneklu á leikskólanum. Hún fékk vinnu hjá einkafyrirtæki hér í borg og það sem kom henni á óvart var hvað hugsað var vel um starfsfólkið. Það var mjög oft sem var verið að gera eitthvað fyrir þau og þegar hún spurði út í þetta var sagt ,,Ánægt starfsfólk er gott starfsfólk". Reykjavíkurborg mætti taka þessi orð upp hjá sér, ég er ekki svo viss um að starfsfólk þeirra sé ÁNÆGT STARFSFÓLK.
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 10:47 | Facebook
Nýjustu færslur
- 30.11.2011 Með sorg í hjarta og sturluð líka.
- 6.7.2011 Tölvupóstfang
- 1.3.2011 Börnin okkar
- 27.2.2011 Hvert stefnir Ísland?
- 16.2.2011 Myndrænt orðasafn
Færsluflokkar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.