Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Börnin okkar

a_hlaeja.jpg

Þegar fréttir láku út til fjölmiðla í dag um hvaða stofnanir stæði til að sameina vöknuðu margar tilfinningar hjá mér. Fyrst og fremst voru það áhyggjur sem létu á sér kræla. Áhyggjur af börnunum okkar, hvernig samfélag ætlum við að búa þeim? Stórar einingar í leikskólum þar sem leikskólastjórinn á erfitt með að halda utan um faglegt starf? Gerir fólk sér grein fyrir starfi Leikskólastjóra?  Hann er límið sem heldur öllu saman. Síðustu árin hafa kröfur á leikskólana aukist gífurlega; Alltaf eru að bætast við ný verkefni, mikill tími fer í pappírsvinnu, búa til ársáætlun, námskrá og síminn hringir oft stanslaust, á morgnana hringja t.d. foreldrar til að tilkynna ef börnin koma ekki í leikskólann og Leikskólastjóri sinnir því.  Það þarf líka að láta gera við húsgögn, raftæki, húsnæðið  o.s.frv. taka á móti Iðnaðarmönnum, versla það sem vantar (reyndar mjög lítið gert að því)  skipuleggja daginn, vaska upp af því að það vantar starfsfólk í húsið, svona gæti ég endalaust talið  upp  og ég veit að ég gleymi örugglega mörgum og merkilegum hlutum því jú ekki er ég Leikskólastjóri. Leikskólastjórinn er heppin ef hann nær að borða hádegismat án þess að þurfa að hlaupa frá.  Starfsfólk leitar líka mikið til Leikskólastjórans því hann er jú faglegur leiðtogi og á að  leiða allt faglegt starf en þó má ekki halda þennan eina starfsmannafund í mánuði  alla vetramánuðina, nei það má ekki borga eftirvinnu því það er kreppa. Ok verðum að sætta okkur við það en samt þarf að deila til allra starfsmanna ýmsum upplýsingum og stundum þarf að breyta einhverju og getur þetta oft orðið mjög flókið.  Ég hef heyrt fólk segja en Deildastjórarnir, hvað með þá? Já hvað með þá, geta þeir bara ekki bætt einhverju á sig? Svar mitt er NEI, þeir eiga nóg með að reyna að sinna sínu starfi af heilindum. Deildastjórar eiga að fá 5 klukkutíma á viku í að undirbúa faglegt starf en alla tíð hefur þessi kjarasamningabundni réttur verið brotinn á þessari stétt, þegar veikindi eru þá geta starfsmenn ekki fengið þennan lögbundna rétt sinn, nú þá hljóta þeir að fá greitt fyrir og hafa  tök á að taka hann heima? Því miður er svarið við þessu líka NEI,  Kennarasamband Íslands segir að það eigi að senda börn heim í stað þess að brjóta á Leikskólakennurum en ég veit ekki til þess að það hafi verið gert ( get þó ekki fullyrt um það). Ég veit ekki hvað veldur af hverju það hefur þótt sjálfsagt að brjóta á þessum rétti, kannski af því að þetta er svokölluð kvennastétt og engin segir neitt. Ég held að það myndi heyrast í fólki ef kaffitímar væru teknir af þeim, viku eftir viku eða ár eftir ár. Æi ég gleymdi að nefna Aðstoðarleikskólastjórann, HANN hlýtur Þá að geta gengið í starf Leikskólastjórans ef Leikskólastjórinn er að sinna sinni vinnu á öðrum leikskóla? Hér er svarið trúlega NEI líka, því hann er að leysa af á einni deildinni því það eru veikindi hjá starfsfólki og afleysingar í húsinu eru svo fáránlega fáar að það gengur sjaldnast upp að Aðstoðarleikskólastjórinn geti sinnt sinni stjórnunarstöðu Shocking

Nú er ég búin að þusa um Leikskólastjóra, Aðstoðarleikskólastjóra, Deildastjóra en pistillinn hefur titilinn BÖRNIN OKKAR og ég hef ekkert nefnt þau á nafn. Þá segja kannski einhverjir er þetta ekki bara einhver kjarabarátta geta Leikskólakennarar nokkuð metið þetta með sameininguna? við getum það og ekki bara það því okkur ber skylda til þess.  Það eru við sem sjáum um börnin  á meðan foreldrarnir eru að vinna, börnin sem eiga eftir að taka við samfélaginu seinna meir. Það er okkar skylda að berjast með kjafti og klóm og ekki láta óttann stoppa okkur.  Börnin koma ekki heim og segja það var álag á leikskólanum í dag því það vantaði starfsfólk eða allt faglegt starf féll niður því það gafst enginn tími fyrir Deildastjórann að skipuleggja það. Allt þetta tal mitt um starfsfólk leikskólans er nefnilega kjarni þess að gott og faglegt starf sé á leikskólunum.  Ef enginn hefur  tíma til að undirbúa og skipuleggja gott starf þá hlýtur það að lenda á þeim sem síst skildi  .........BÖRNUNUM OKKAR.

 

p.s. Ætluðum við ekki að passa það að láta ekki kreppuna bitna á börnunum okkar eins og raunin varð í Finnlandi á sínum tíma.


Höfundur

Ragnhildur Gunnarsdóttir
Ragnhildur Gunnarsdóttir
Er Leikskólakennari og hef starfað sem Sérkennslustjóri á leikskóla síðastliðin 8 ár. Áður starfaði ég sem Deildarstjóri en ég útskifaðist árið 2000

Nýjustu myndir

  • 110
  • ...070_1068067
  •  Sævar fyrstu jólin.IMG NEW

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband