27.2.2011 | 21:29
Hvert stefnir Ísland?
Ég vil þakka Þórhalli Gunnarsyni fyrir frábæran þátt sem ég sá í endursýningu í dag á RÚV. Einn besti spjallþáttur sem ég hef séð lengi. Mér fannst frábært hvað það voru margir sem komu fram með sýna sín á velferðarmálin á Íslandi. Þarna kom fram umræða sem ég vildi sjá meira af, umræða sem oft heyrist lítið um. Fyrir mig leikskólakennarann fannst mér áhugaverð umræða um leikskólamálin og fyrstu ár barnsins. Einnig komu fram umræður um tímafjölda barna á leikskólum en ég held að margir séu á því að allt of mörg börn eyða of löngum tíma í leikskólum landsins. Er ekki tilvalið að minnka vinnuvikuna um 5 tíma á viku, hlýtur að vera góður tími núna í öllu þessu atvinnuleysi. Þá fá börnin meiri tíma með foreldrum sínum. Bíð spennt eftir næst þætti. Þórhallur til hamingju með frábæran þátt.
Nýjustu færslur
- 30.11.2011 Með sorg í hjarta og sturluð líka.
- 6.7.2011 Tölvupóstfang
- 1.3.2011 Börnin okkar
- 27.2.2011 Hvert stefnir Ísland?
- 16.2.2011 Myndrænt orðasafn
Færsluflokkar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 759
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.