Myndrænt orðasafn

copy_of_besta_myndin.jpg

 Ég hef verið að vinna að tölvudisk fyrir leikskólabörn sem ég kalla Myndrænt orðasafn. Disknum er skipt upp í tvo flokka, nemendasýn og kennarasýn. Nemendasýnin er talsett, þarf bara að smella á mynd og á mörgum myndanna fylgja skemmtileg hljóð sem bæta upplifun barnanna s.s. kýr að baula eða sími að hringja. Nemendasýnina má stilla hvort sé meðfylgjandi texti eður ei (tvær útgáfur). Kennarasýnin innheldur sömu útgáfu en hún er hljóðlaus og án texta (smá undantekning). Kennarasýnin er hugsuð til að fylgjast með framförum barnanna og fylgja með ýmsar töflur til að auðvelda skráningar. Einnig fylgja með skráningarlistar með öllum orðunum sem koma fyrir á disknum.

Skipting í flokka;

  1. Föt
  2. Matur
  3. Litir
  4. Dýr
  5. Sagnir
  6. Náttúran og hlutir í henni
  7. Hlutir eins og farartæki, leikföng, húsgögn og fleira.
  8. Persónufornöfnin hann, hún, þeir, þær og þau
  9. Að flokka myndir í yfirflokka, eins og sokkar og buxur eru föt.


Ég hef mikið notað þetta í vinnu minni með tvítyngd börn og hefur þetta verið skemmtileg viðbót við annað efni.

 

 


Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Gunnarsdóttir
Ragnhildur Gunnarsdóttir
Er Leikskólakennari og hef starfað sem Sérkennslustjóri á leikskóla síðastliðin 8 ár. Áður starfaði ég sem Deildarstjóri en ég útskifaðist árið 2000

Nýjustu myndir

  • 110
  • ...070_1068067
  •  Sævar fyrstu jólin.IMG NEW

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband