Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Hvert stefnir Ísland?

 thorhallur_gunnarsson_1065393.jpg

Ég vil þakka Þórhalli Gunnarsyni fyrir frábæran þátt sem ég sá í endursýningu í dag á RÚV. Einn besti spjallþáttur sem ég hef séð lengi. Mér fannst frábært hvað það voru margir sem komu fram með sýna sín á velferðarmálin á Íslandi. Þarna kom fram umræða sem ég vildi sjá meira af, umræða sem oft heyrist lítið um. Fyrir mig leikskólakennarann fannst mér áhugaverð umræða um leikskólamálin og fyrstu ár barnsins. Einnig komu fram umræður um tímafjölda barna á leikskólum en ég held að margir séu á því að allt of mörg börn eyða of löngum tíma í leikskólum landsins. Er ekki tilvalið að minnka vinnuvikuna um 5 tíma á viku, hlýtur að vera góður tími núna í öllu þessu atvinnuleysi. Þá fá börnin meiri tíma með foreldrum sínum. Bíð spennt eftir næst þætti. Þórhallur til hamingju með frábæran þátt. Smile


Myndrænt orðasafn

copy_of_besta_myndin.jpg

 Ég hef verið að vinna að tölvudisk fyrir leikskólabörn sem ég kalla Myndrænt orðasafn. Disknum er skipt upp í tvo flokka, nemendasýn og kennarasýn. Nemendasýnin er talsett, þarf bara að smella á mynd og á mörgum myndanna fylgja skemmtileg hljóð sem bæta upplifun barnanna s.s. kýr að baula eða sími að hringja. Nemendasýnina má stilla hvort sé meðfylgjandi texti eður ei (tvær útgáfur). Kennarasýnin innheldur sömu útgáfu en hún er hljóðlaus og án texta (smá undantekning). Kennarasýnin er hugsuð til að fylgjast með framförum barnanna og fylgja með ýmsar töflur til að auðvelda skráningar. Einnig fylgja með skráningarlistar með öllum orðunum sem koma fyrir á disknum.

Skipting í flokka;

  1. Föt
  2. Matur
  3. Litir
  4. Dýr
  5. Sagnir
  6. Náttúran og hlutir í henni
  7. Hlutir eins og farartæki, leikföng, húsgögn og fleira.
  8. Persónufornöfnin hann, hún, þeir, þær og þau
  9. Að flokka myndir í yfirflokka, eins og sokkar og buxur eru föt.


Ég hef mikið notað þetta í vinnu minni með tvítyngd börn og hefur þetta verið skemmtileg viðbót við annað efni.

 

 


Niðurskurður

jon_gnarr.jpg

 

 

Vegna niðurskurðar í borgarkerfinu  hefur verið tekin sú ákvörðun að leggja niður starf Borgarstjóra enda nóg af aðstoðarmönnum til að sinna þessu starfi................ LoL    Bara smá grín Gnarr eins gott að hafa þig góðan því þú ert víst minn æðsti yfirmaður.

 

p.s. hann er nú svolítið sætur á þessari mynd karlinn FootinMouth


Fjölmiðlar og leikskólinn

Mér er svo misboðið af fréttaflutning á Stöð 2 eftir friðsamleg mótmæli foreldra leikskólabarna að ég get ekki orða bundist. Foreldrar leikskólabarna og starfsfólk leikskólanna mættu til að mótmæla niðurskurði. Fréttum að mótmælunum var fléttað saman við 200 milljónir sem var búið að ákveða að setja í grunnskólanna sem þýðir víst  aðeins minni niðurskurð en átti að vera en hefur ekkert að gera með leikskólana.  Hvergi og þá meina ég hvergi í fréttinni var nefnt orðið leikskóli einungis var talað um menntun og grunnskóla í fréttinni. Þar sem þessi mótmæli snérust um börnin í leikskólum borgarinnar fannst mér þetta vera móðgun við mótmælendur sem  fengu ekki einu sinni skýran fréttaflutning af málinu.

 Ég vil taka það fram að mun vandaðri fréttaflutningur var hjá RÚV um þessi mál.


Höfundur

Ragnhildur Gunnarsdóttir
Ragnhildur Gunnarsdóttir
Er Leikskólakennari og hef starfað sem Sérkennslustjóri á leikskóla síðastliðin 8 ár. Áður starfaði ég sem Deildarstjóri en ég útskifaðist árið 2000

Nýjustu myndir

  • 110
  • ...070_1068067
  •  Sævar fyrstu jólin.IMG NEW

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband