Með sorg í hjarta og sturluð líka.

110Ég byrjaði að vinna á leikskóla fyrir 30 árum síðan, fyrst sem ófaglærður starfsmaður eða starfsstúlka eins og það hét þá en síðan sem leikskólakennari en ég útskrifaðist árið 2000. Mér finnst starfið skemmtilegt, áhugavert og gefandi. Börnin alveg yndisleg en þetta er ekki bara Hallelúja dæmi. Álagið getur oft verið gríðarlegt, áreiti og hávaði sem fylgir eðlilega börnum en manneklan er þó það erfiðast við starfið. Við getum ekki sett börnin upp í hillu og tekið þau niður aftur þegar allir hafa skila sér í vinnu, eftir veikindi eða að búið sé að ráða í stöður sem hefur vantað í. Ég hef starfað sem Sérkennslustjóri síðastliðin ár og horft upp á það að aðstoðaleikskólastjóri og leikskólastjóri hafa verið í afleysingum á deildum eða eldhúsi eins og ég sjálf, einnig annað starfsfólk sem sinnir sérkennslu, alltaf verið að redda hlutunum. Á meðan erum við að vanrækja okkar störf og það skapar oft slæma líðan ef okkur finnst við ekki ná að sinna vinnunni okkar eins vel og við vildum. Ég veit ekki betur en það sé bannað að taka starfsfólk úr stuðningnum en samt er það gert. Hvað með börnin sem þurfa þennan stuðnin er rétt að manneklan bitni á þeim? og það er ekki eins og starfsmaðurinn sem sinnir þeim sé ekki í vinnu. Nei hann er að redda málunum að því að það vantar fólk í húsið, redda, redda, redda, ég er búin að fá upp í kok á þessum reddingum.Ég heyrði að Reykjavíkurborg væri að fara að minna stuðningtímana við börn með þroskaraskanir, frábær forgansröðun hjá þeim eða hvað? Var ekki talað um að láta ekki kreppuna bitna á börnunum, læra af mistökum finna í þeirra kreppu. Starfsfólk leikskólanna vill bara fá að sinna sínum störfum í friði án þess að vera hent til og frá eða vinna með allt of stóran barnahóp á miðað við starfsmannafjölda. Kannski er þetta þjóðfélag orðið þannig að fólki er sama þó slæmt ástand lendi með mesta þunganum á þeim sem minnst mega sín.

Miðað við menntunina mætti ætla að það hafi nú aldeilis borgað sig fyrir mig að fara í nám á gamals aldri en ekki er það svo gott. Ég verð meira að segja að viðurkenna, að einu sinni sagði ég starfi mínu lausu og ég var ekki eini leikskólakennarinn sem gerði það á þessum tíma. Það eru nú ekki mörg ár síðan þetta var en mér var verulega misboðið. Ég upplifði þá að menntun mín væri einskins metin. Ég var einstæð móðir með tvo drengi þegar ég menntaði mig og eyddi kvöldum og helgum í 3 ár til að læra svo ég gæti orðið leikskólakennari og safnaði upp feitu námsláni. Á þessum tíma var ég að upplifa það að ófaglærður deildastjóri væri með hærri laun en ég (ekki það að hann hafi verið með of há laun). Gat þetta verið? Ég átti eftir að borga af námslánunum mínum og þegar það var búið að því var ég orðin tekjulægri en sá ófaglærði. Nei stopp hingað og ekki lengra, nú hætti ég en það kom þó ekki til þess því Reykjavíkurborg vildi ekki missa þessa góðu starfskrafta og bauð smá auka greiðslu fram að næstu samningum og var það nóg til að halda okkur góðum. Í kjarasamningum leikskólakennara er gert ráð fyrir undirbúningstímum en þar á leikskólakennarinn að skipuleggja starfið. Í gegnum árana rás hefur þessi réttur verið brotið aftur og aftur á mörgum leikskólum og afar margir leikskólastjórar verið á milli steins og sleggju í þessu máli. Oft hefur það verið spurnig um að senda börn heim og gefa þá leikskólakennaranum tækifæri að taka sinn lögbundna undirbúningtíma eða að brjóta á rétti leikskólakennarans. Auðvitað er erfitt að senda börn heim þar sem foreldrar eru jú flestir að vinna úti og það á líka við þegar manneklan er það mikil að of fátt fólk er með barnahópinn. Leikskólakennarar hafa alltaf verið tilbúnar að sætta sig við ýmislegt, allt til að REDDA HLUTUNUM og alltaf hugsaði ég, þetta fer að lagast. Ég fór á fyrirlestur hjá Menntasviði eða var það kannski Leikskólasviði eða Leikskóla Reykjavíkur, það er nú ein vitleysan í viðbót og ekki er skýringin kennitöluflakk. Jæja nóg um það þessi fyrirlestur hét ,,Framtíðarsýn árið 2000" að mig minnir og allt átti að vera svo fínt og flott en því miður varð raunin önnur. Ástandið er orðið mun erfiðara og hef ég miklar áhyggjur af stöðu leikskólans og þeirri þróun sem hefur verið í aðsókn í leikskólakennaranám. Erum við tilbúin til þess að hlutfall fagfólks lækki mikið meira á komandi árum og áratugum? En það stefnir allt í það að óbreyttu. Í góðærinu höfðu mörg fyrirtæki það gott en ekki leikskólarnir því oft var erfitt að fá fólk til starfa og álagið því oft ansi mikið. Var þá hugsað vel um okkur? Ekki get ég sagt það, auðvitað gerðu leikskólastjórar allt sem þeir gátu en það var bara takmarkað. Við höfum kannski fengið fallegar jólagjafir frá fyritækinu s.s Reykjavíkurborg? Nei ekki var það svo gott en starfsmenn OKRUVEITUNNAR FENGU MJÖG RÍFLEGAR OG FLOTTAR JÓLAGJAFIR OG MEIRA SEGJA LÍKA PIPARKÖKUR MEÐ MERKI ORKUVEITUNNAR Á, ekki vantaði bruðlið þar. En hvaða vanþakklæti er þetta við fengum tvo kassa af konfekti fyrir 30 manna starfslið, ekki má gleyma því og það ber að þakka því lengi vel fengum við helmingi minna eða bara einn kassa. Þetta hafa örugglega verið 2 molar á mann :) Í dag árið 2011 er ég virkilega sorgmædd því ég hef séð á eftir frábærum leikskólakennurum, sem var sagt upp þegar leikskólarnir voru sameinaðir. Var það ekki gert til að verja neysluhléið, mér finnst að ég hafi heyrt það frá þeim í Ráðhúsinu? allt átti að gera til að verja það. En núna nokkrum mánuðum síðar á að taka það af en bara af leikskólakennurum (takið eftir því). Ætli það sé löglegt? Það á eftir að koma í ljós en nú gæti sú staða komið aftur upp að ófaglærður deildastjóri fari yfir þann menntaða þó svo að báðir vinni sömu vinnuna. Hvernig tilfinning verður það fyrir leikskólakennara að vera að gefa börnunum að borða og horfa á undirmenn sína og vita að þeir eru að fá eftirvinnuna sem búið er að taka af leikskólakennaranum:( Nú vitum við leikskólakennarar hverju búast má við af þessu fólki í Ráðhúsinu. Þrengja nógu mikið að starfsfólki leikskólanna og leikskólunum sjálfum svo að erfiðara verði að halda uppi faglegu starfi. Færri og færri sækja í þetta nám og ég upplifi sáralitla virðingu fyrir þessu starfi hjá ráðamönnum. Æ fleiri leiksólakennarar eru farnir að hugsa hvort þeir eigi að leita á önnur mið. Ég get sagt ykkur dæmi af einni sem ég þekki sem var búin að vinna í 10 til 15 ár á leikskóla hjá Reykjavíkurborg og á endanum gat hún ekki meir. Hún var búin að vinna undir hrikalegu álagi vegna langvarandi manneklu á leikskólanum. Hún fékk vinnu hjá einkafyrirtæki hér í borg og það sem kom henni á óvart var hvað hugsað var vel um starfsfólkið. Það var mjög oft sem var verið að gera eitthvað fyrir þau og þegar hún spurði út í þetta var sagt ,,Ánægt starfsfólk er gott starfsfólk". Reykjavíkurborg mætti taka þessi orð upp hjá sér, ég er ekki svo viss um að starfsfólk þeirra sé ÁNÆGT STARFSFÓLK.


Tölvupóstfang

Þeir sem hafa sent mér tölvupóst á vinnupóstfangið athugið. Endilega að senda mér tölvupóst í staðinn á raggagunn@live.co.uk

Börnin okkar

a_hlaeja.jpg

Þegar fréttir láku út til fjölmiðla í dag um hvaða stofnanir stæði til að sameina vöknuðu margar tilfinningar hjá mér. Fyrst og fremst voru það áhyggjur sem létu á sér kræla. Áhyggjur af börnunum okkar, hvernig samfélag ætlum við að búa þeim? Stórar einingar í leikskólum þar sem leikskólastjórinn á erfitt með að halda utan um faglegt starf? Gerir fólk sér grein fyrir starfi Leikskólastjóra?  Hann er límið sem heldur öllu saman. Síðustu árin hafa kröfur á leikskólana aukist gífurlega; Alltaf eru að bætast við ný verkefni, mikill tími fer í pappírsvinnu, búa til ársáætlun, námskrá og síminn hringir oft stanslaust, á morgnana hringja t.d. foreldrar til að tilkynna ef börnin koma ekki í leikskólann og Leikskólastjóri sinnir því.  Það þarf líka að láta gera við húsgögn, raftæki, húsnæðið  o.s.frv. taka á móti Iðnaðarmönnum, versla það sem vantar (reyndar mjög lítið gert að því)  skipuleggja daginn, vaska upp af því að það vantar starfsfólk í húsið, svona gæti ég endalaust talið  upp  og ég veit að ég gleymi örugglega mörgum og merkilegum hlutum því jú ekki er ég Leikskólastjóri. Leikskólastjórinn er heppin ef hann nær að borða hádegismat án þess að þurfa að hlaupa frá.  Starfsfólk leitar líka mikið til Leikskólastjórans því hann er jú faglegur leiðtogi og á að  leiða allt faglegt starf en þó má ekki halda þennan eina starfsmannafund í mánuði  alla vetramánuðina, nei það má ekki borga eftirvinnu því það er kreppa. Ok verðum að sætta okkur við það en samt þarf að deila til allra starfsmanna ýmsum upplýsingum og stundum þarf að breyta einhverju og getur þetta oft orðið mjög flókið.  Ég hef heyrt fólk segja en Deildastjórarnir, hvað með þá? Já hvað með þá, geta þeir bara ekki bætt einhverju á sig? Svar mitt er NEI, þeir eiga nóg með að reyna að sinna sínu starfi af heilindum. Deildastjórar eiga að fá 5 klukkutíma á viku í að undirbúa faglegt starf en alla tíð hefur þessi kjarasamningabundni réttur verið brotinn á þessari stétt, þegar veikindi eru þá geta starfsmenn ekki fengið þennan lögbundna rétt sinn, nú þá hljóta þeir að fá greitt fyrir og hafa  tök á að taka hann heima? Því miður er svarið við þessu líka NEI,  Kennarasamband Íslands segir að það eigi að senda börn heim í stað þess að brjóta á Leikskólakennurum en ég veit ekki til þess að það hafi verið gert ( get þó ekki fullyrt um það). Ég veit ekki hvað veldur af hverju það hefur þótt sjálfsagt að brjóta á þessum rétti, kannski af því að þetta er svokölluð kvennastétt og engin segir neitt. Ég held að það myndi heyrast í fólki ef kaffitímar væru teknir af þeim, viku eftir viku eða ár eftir ár. Æi ég gleymdi að nefna Aðstoðarleikskólastjórann, HANN hlýtur Þá að geta gengið í starf Leikskólastjórans ef Leikskólastjórinn er að sinna sinni vinnu á öðrum leikskóla? Hér er svarið trúlega NEI líka, því hann er að leysa af á einni deildinni því það eru veikindi hjá starfsfólki og afleysingar í húsinu eru svo fáránlega fáar að það gengur sjaldnast upp að Aðstoðarleikskólastjórinn geti sinnt sinni stjórnunarstöðu Shocking

Nú er ég búin að þusa um Leikskólastjóra, Aðstoðarleikskólastjóra, Deildastjóra en pistillinn hefur titilinn BÖRNIN OKKAR og ég hef ekkert nefnt þau á nafn. Þá segja kannski einhverjir er þetta ekki bara einhver kjarabarátta geta Leikskólakennarar nokkuð metið þetta með sameininguna? við getum það og ekki bara það því okkur ber skylda til þess.  Það eru við sem sjáum um börnin  á meðan foreldrarnir eru að vinna, börnin sem eiga eftir að taka við samfélaginu seinna meir. Það er okkar skylda að berjast með kjafti og klóm og ekki láta óttann stoppa okkur.  Börnin koma ekki heim og segja það var álag á leikskólanum í dag því það vantaði starfsfólk eða allt faglegt starf féll niður því það gafst enginn tími fyrir Deildastjórann að skipuleggja það. Allt þetta tal mitt um starfsfólk leikskólans er nefnilega kjarni þess að gott og faglegt starf sé á leikskólunum.  Ef enginn hefur  tíma til að undirbúa og skipuleggja gott starf þá hlýtur það að lenda á þeim sem síst skildi  .........BÖRNUNUM OKKAR.

 

p.s. Ætluðum við ekki að passa það að láta ekki kreppuna bitna á börnunum okkar eins og raunin varð í Finnlandi á sínum tíma.


Hvert stefnir Ísland?

 thorhallur_gunnarsson_1065393.jpg

Ég vil þakka Þórhalli Gunnarsyni fyrir frábæran þátt sem ég sá í endursýningu í dag á RÚV. Einn besti spjallþáttur sem ég hef séð lengi. Mér fannst frábært hvað það voru margir sem komu fram með sýna sín á velferðarmálin á Íslandi. Þarna kom fram umræða sem ég vildi sjá meira af, umræða sem oft heyrist lítið um. Fyrir mig leikskólakennarann fannst mér áhugaverð umræða um leikskólamálin og fyrstu ár barnsins. Einnig komu fram umræður um tímafjölda barna á leikskólum en ég held að margir séu á því að allt of mörg börn eyða of löngum tíma í leikskólum landsins. Er ekki tilvalið að minnka vinnuvikuna um 5 tíma á viku, hlýtur að vera góður tími núna í öllu þessu atvinnuleysi. Þá fá börnin meiri tíma með foreldrum sínum. Bíð spennt eftir næst þætti. Þórhallur til hamingju með frábæran þátt. Smile


Myndrænt orðasafn

copy_of_besta_myndin.jpg

 Ég hef verið að vinna að tölvudisk fyrir leikskólabörn sem ég kalla Myndrænt orðasafn. Disknum er skipt upp í tvo flokka, nemendasýn og kennarasýn. Nemendasýnin er talsett, þarf bara að smella á mynd og á mörgum myndanna fylgja skemmtileg hljóð sem bæta upplifun barnanna s.s. kýr að baula eða sími að hringja. Nemendasýnina má stilla hvort sé meðfylgjandi texti eður ei (tvær útgáfur). Kennarasýnin innheldur sömu útgáfu en hún er hljóðlaus og án texta (smá undantekning). Kennarasýnin er hugsuð til að fylgjast með framförum barnanna og fylgja með ýmsar töflur til að auðvelda skráningar. Einnig fylgja með skráningarlistar með öllum orðunum sem koma fyrir á disknum.

Skipting í flokka;

  1. Föt
  2. Matur
  3. Litir
  4. Dýr
  5. Sagnir
  6. Náttúran og hlutir í henni
  7. Hlutir eins og farartæki, leikföng, húsgögn og fleira.
  8. Persónufornöfnin hann, hún, þeir, þær og þau
  9. Að flokka myndir í yfirflokka, eins og sokkar og buxur eru föt.


Ég hef mikið notað þetta í vinnu minni með tvítyngd börn og hefur þetta verið skemmtileg viðbót við annað efni.

 

 


Niðurskurður

jon_gnarr.jpg

 

 

Vegna niðurskurðar í borgarkerfinu  hefur verið tekin sú ákvörðun að leggja niður starf Borgarstjóra enda nóg af aðstoðarmönnum til að sinna þessu starfi................ LoL    Bara smá grín Gnarr eins gott að hafa þig góðan því þú ert víst minn æðsti yfirmaður.

 

p.s. hann er nú svolítið sætur á þessari mynd karlinn FootinMouth


Fjölmiðlar og leikskólinn

Mér er svo misboðið af fréttaflutning á Stöð 2 eftir friðsamleg mótmæli foreldra leikskólabarna að ég get ekki orða bundist. Foreldrar leikskólabarna og starfsfólk leikskólanna mættu til að mótmæla niðurskurði. Fréttum að mótmælunum var fléttað saman við 200 milljónir sem var búið að ákveða að setja í grunnskólanna sem þýðir víst  aðeins minni niðurskurð en átti að vera en hefur ekkert að gera með leikskólana.  Hvergi og þá meina ég hvergi í fréttinni var nefnt orðið leikskóli einungis var talað um menntun og grunnskóla í fréttinni. Þar sem þessi mótmæli snérust um börnin í leikskólum borgarinnar fannst mér þetta vera móðgun við mótmælendur sem  fengu ekki einu sinni skýran fréttaflutning af málinu.

 Ég vil taka það fram að mun vandaðri fréttaflutningur var hjá RÚV um þessi mál.


Höfundur

Ragnhildur Gunnarsdóttir
Ragnhildur Gunnarsdóttir
Er Leikskólakennari og hef starfað sem Sérkennslustjóri á leikskóla síðastliðin 8 ár. Áður starfaði ég sem Deildarstjóri en ég útskifaðist árið 2000

Nýjustu myndir

  • 110
  • ...070_1068067
  •  Sævar fyrstu jólin.IMG NEW

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband